30.9.2017 | 19:26
Oft of mikið rugl á Facebook
Ég held að flestir geta nú verið sammála því að maður fær aðeins of mikið af rusl upplýsingum frá vinum og fyrirtækjum á facebook. Persónulega fæ ég mest af bulli varðandi heilsuáróður um að þetta og hitt sé krabbameinsvaldandi eða stórhættulegt. Það er mikilvægt að sýna skynsemi á netinu og ekki trúa öllu sem maður les. Fólk heldur oft að ef það les eitthvað sé það svo svakalega úthugsað og rannskað en það er það auðvitað ekki. Vá hvað heimurinn væri betri ef allir segðu alltaf sannleikann eða amk gæfu skýrt fram að það væri bara skoðun þeirra.
Þessi grein á gardian útskýrir þetta ágætlega. Russia's election ad campaign shows Facebook's biggest problem is Facebook
Allar raddir heyrast á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2017 | 19:11
Slæmt að heyra að fuglarnir eru í hættu.
Slæmt að sjá að fuglarni okkar eru í hættu.
Ég skoði aðeins nokkrar síður um fugla.Margt áhugavert og ótrúlegt sem þeir geta.
Ef maður hefur áhuga á að skoða íslenska sjófugla er
Fuglavefur Menntamálastofnunar mjög fín.
Nákvæmar lýsingar á sjófuglum íslands.
En fyrir mér er krían alltaf ótrúlegust, flýgur að meðaltali 90.000 kílómetra á ári. Sjá: Krían er undraverð
Langvía, teista, lundi og fýll á válista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2016 | 20:14
Vonandi er þessi Preben betri en í myndbandinu
Vonandi fær maður amk ekki ekta ebola
Preben og Dagný efst í NA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2015 | 23:44
Slæmt mál hversu margir fara á þennan hátt.
Sjálfur hef ég þekkt 2 sem hafa farið á þennan hátt.
Google-aði þetta aðeins og fann nokkra áhugaverða tengla um þetta málefni
Tíðni sjálfsvíga á Íslandi með því hæsta í Evrópu
OECD: Sjálfsvígstíðni ungra karlmanna á Íslandi með því hæsta sem gerist
Þetta sýnir að það væri örugglega hægt að gera meira til að koma í veg fyrir þetta.
Eitt sem er gott er að eiga góða vini sem hægt er að treysta og segja frá því sem maður er að hugsa.
Fann skemmtilegt myndband um það : Að eignast vini
Svo er líka ágætt að passa að maður hafi nóg af vítamínum og hreyfi sig. Það er ekki óalgengt á íslandi að fólk vanti d-Vítamín. Þeir sem líður ílla hafa oft komið út lágir í því endar er skammdeigið á íslandi ekkert grín.
Ef einhver er að hugsa um að gera þetta þá vill ég bara segja við viðkomandi að það er hægt að fá hjálp. Ef þú ætlar að drepa þig þá liggur ekkert á því. Prófðu aðra hluti fyrst. Spurðu þig : hef ég séð um mínar grunn þarfir ? Er nokkuð skrítið að mér líði ílla ? Er það ekki í raun eðilegt miða við síðustu daga. Segðu upphátt við einhvern eða við sjálfan þig það sem þú hugsar. Þegar maður fær að hlusta á sjálfan sig í þriðju persónu áttar maður sig oft á því hvernig maður er að hugsa sumt vitlaust og sumt rétt. Prófaðu að eignast vini, prófaðu að borða vel. Ekki hugsa um sjálfan þig sem aumingja þó þér líði ílla. Ekki bera þín vandamál saman við vandamál annara. Þó þeir hafi það kanski mjög slæmt hefur þú það líklega líka.
Svo til að hjálpa manni við að hugsa betur mæli ég með HAM aðferðinni. Um hana er hægt að lesa hérna :
Tilraun til sjálfsvígs á eyðibýli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2015 | 19:56
Why are there no transvestites in space?
Because there is zero drag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2015 | 09:22
Flott hjá Erfðagreiningu.
Flott framtak og flott að gefa svona hlut sem gagnast fyrir alla.
En þá er spurninginn hvers vegna hafa bankar og önnur fyrirtæki ekki verið að gefa neitt svona? Margir bankar þyrftu nú aldeilis að reyna að skora stig svo af hverju ekki að fylgja þessu fordæmi. Kári hækkar í áliti hjá mörgum við þetta.
Gefur þjóðinni jáeindaskanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2015 | 22:24
Fornleifafræðingar
Fornleifafræðingar er bestu eiginmenn sem nokkur kona getur eignast!! Því eldri sem þær verða, þeim mun meiri áhuga hafa þeir á þeim!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2015 | 21:40
Kofi Annan
Kofi Annan á víst ansi hressan bróður. Hvað heitir hann? Jú, Kanntu Annan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)