5.8.2015 | 21:23
Eins gott
Lögreglumaðurinn: Það er stranglega bannað að synda í tjörninni.
Maðurinn: Ég kann ekki að synda. Ég datt bara út í og er alveg að drukkna.
Lögreglumaðurinn: Jæja, þá er þetta allt í lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2015 | 23:28
Sumarbústaðurinn
Ferðamaðurinn: Er húsið þarna ætlað sem sumarbústaður?
Bóndinn: Já,ef einhver vill leigja það. Ella verður það svínastía eins og það hefur verið til þessa.
Bannað að sofa, tjalda og elda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2015 | 23:14
Kynferðisbrot og afleiðingar þeirra.
Slæmt mál, þetta er svona á hverju ári. Hvað ætli sé hægt að gera í þessu. Minnir að í fyrra þá hafi "bara" verið einn kærð nauðgun og þá sagt að "allt fór vel fram".
Ætli klámfíkn hafi eitthvað að gera með þetta ? Fann nokkrar tengla um Klám og Kynferðisbrot.
Tvö kynferðisafbrot til rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2015 | 22:51
Málarar
Bergur og Jói eru málarar. Bergur er alveg að verða vitlaus á Jóa af því að Jói...lætur alltaf Berg mála
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2015 | 22:33
Where do Irish people go for breakfast?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2015 | 08:23
Hvað þarf margar löggur til að skipta um ljósaperu?
Hvað þarf margar löggur til að skipta um ljósaperu?
Enga, þeir berja herbergið fyrir að vera svart.
ps. þetta er brandari ekki skoðun mín. Löggur gera erfiða vinnu og eiga hrós skilið fyrir störf sín (amk svona oftast)
Sjö hælisleitendur fluttir úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2015 | 07:59
Nokkrir bull málshættir
Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
Léttara er að sóla sig en skó.
Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
Betra er langlífi en harðlífi.
Sá hlær oft sem víða hlær.
Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.
Rangt er alltaf rangt, það er rétt.
Margur hefur farið flatt á hálum ís
Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
Heima er best í hófi.
Betri eru læti en ranglæti
Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2015 | 07:49
Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur
Gengur hægt í Vaðlaheiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2015 | 21:41
Allt að hristast út um allt
Hvað framleiða kýr í jarðskjálfta ?
Nú auðvitað mjólkurhristing
Merkilegt. Er alltaf að verða meira um jarðskálfta ? Maður getur nú spurt sig. Þessi var sem betur fer ekki hættulegur.
Leitaði aðeins á mbl og fleiri stöðum að fréttum um skjálfta. Fann t.d. þetta
Risaskjálfti við Salómonseyjar
Er guð grimmur ? Er meira um jarðskjálfta ?
Allt Ísland - jarðskjálftar síðustu 48 klst.
Jarðskjálfti skelfdi íbúa í Gautaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 1.8.2015 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2015 | 21:06
Aðeins um kurteisi.
Tveir vinir fóru á kaffihús og fengu sér kaffi og tertu. Annar nældi sér í snatri í stærra stykkið af tertunni. Hinn sagði: Þú ert ekki beint kurteis að taka stærri bitann. ?
Hinn spurði frakkur: - Hvorn bitann hefðir þú tekið ef þú hefðir mátt ráða?
Auðvitað þann minni, svaraði hinn.
Hvað ertu þá að rífast? ? Það var einmitt hann sem þú fékkst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)