Færsluflokkur: Spaugilegt
1.8.2015 | 07:59
Nokkrir bull málshættir
Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
Léttara er að sóla sig en skó.
Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
Betra er langlífi en harðlífi.
Sá hlær oft sem víða hlær.
Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.
Rangt er alltaf rangt, það er rétt.
Margur hefur farið flatt á hálum ís
Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
Heima er best í hófi.
Betri eru læti en ranglæti
Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2015 | 07:49
Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur
Gengur hægt í Vaðlaheiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2015 | 21:41
Allt að hristast út um allt
Hvað framleiða kýr í jarðskjálfta ?
Nú auðvitað mjólkurhristing
Merkilegt. Er alltaf að verða meira um jarðskálfta ? Maður getur nú spurt sig. Þessi var sem betur fer ekki hættulegur.
Leitaði aðeins á mbl og fleiri stöðum að fréttum um skjálfta. Fann t.d. þetta
Risaskjálfti við Salómonseyjar
Er guð grimmur ? Er meira um jarðskjálfta ?
Allt Ísland - jarðskjálftar síðustu 48 klst.
Jarðskjálfti skelfdi íbúa í Gautaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 1.8.2015 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2015 | 20:43
Smá brandari
Stærðfræðikennarinn: Hvað er helmingurinn af 8?
Nemandinn: Meinarðu lóðrétt eða lárétt?
Stærðfræðikennarinn: Hvað áttu við?
Nemandinn: Jú, helmingurinn lóðrétt er 3, en lárétt 0!
Spaugilegt | Breytt 1.8.2015 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)